
Sjá dagskrá aðalfundar og reglur félagsins hér: http://www.hidi.is/uploads/5/0/6/7/5067893/lg_hestarttadmaraflags_slands_2013.pdf
Einnig er búið að ákveða að endurmenntun HÍDÍ 2016 verður haldin 14 janúar kl 17:00 í Harðarbóli og 24 janúar kl 11:00 í Reiðhöllinni á Akureyri. Eftir ábendingar frá síðasta haustfundi var ákveðið að endurmenntun verður með breyttu sniði í ár. Dagskráin verður styttri og óskum við eftir að allir dómarar verði búnir að dæma nokkra hesta heima fyrir áður en þeir mæta á staðinn. Þetta verður skilyrði til að fá gilda endurmenntun en nánar um það síðar.
HÍDÍ óskar félagsmönnum og öðrum hestamönnum gleðilegra jóla og með von um gott samstarf á nýju keppnisári.
Stjórn og fræðslunefnd HÍDÍ