
Endurmenntunin var með nokkuð breyttu sniði í ár og virðist það vera það sem koma ska. þar sem þetta veitt dómurum mun betri samræmingu en áður hefur verið.
Helstu áhersluatriði námskeiðsins voru:
· Huglæg atriði í dómgæslu, farið var yfir hraða í helstu gangtegundum og hvernig á að meta það þegar hestur er ekki á réttum hraða. (Hægt og að milliferð)
· Hreinleiki gangtegunda. Farið var yfir hversu mikilvægur hlutur hreinleiki gangtegundar er í íþróttakeppni og hvar dómari stoppar á eldvegg þegar verið er að dæma stífan hest(taktur og mýkt).
· Einnig var varið yfir siðareglur og helstu keppnisreglur sem hafa verið að breytast undanfarin tvö ár.(Séríslenskar reglur)
Allar glærur frá endurmenntuninni með tilvísunum í reglur má nálgast hér eða undir skjöl.
HÍDÍ er með á dagskránni að halda sjúkraendurmenntun 15 febrúar kl 20:00 ef nægilega skráning næst. Þeir sem hafa áhuga á því vinsamlegast skrá sig hér.
kv,
Stjórn og fræðslunefnd