
Formaður:
Halldór Victorsson
Gjaldkeri:
Ólöf Guðmundsdóttir
Varamenn í stjórn:
G Snorri Ólason
Sigurður Kolbeinsson
Nokkur málefni voru lögð fyrir fundinn og urðu helstu niðurstöður:
A. Samþykkt var að hækka félagssgjald í kr. 5000.-
B. Akstursgjald dómara
Eftir síðast haustfund kom bersýnilega í ljós að félagsmenn HÍDÍ óskuðu eftir að gjaldskrá fyrir ferðakostnað væri skýrari Málið var rætt fram og til baka og var eftirfarandi regla samþykkt einróma:
Tillaga fundarins
Greitt skuli sem svarar hálfu kílómetragjaldi miðað við auglýsingu um Akstursgjald ríkisstarfsmanna
- Greitt skal fyrir allar ferðir til og frá mótsstað.
- Ekki skal rukka tímavinnu fyrir ferðalög.
- Ef flugfargjald í boði mótshaldara er ekki þegið skal greiddur aksturskostnaður sem samsvarar flugfargjaldinu
- Dómarar sameinist í bíl/a þegar því verður við komið
- Ef gisting er í boði er ekki greitt fyrir aukaferðir
C. Launamál
Tímalaun dómara verði óbreytt frá því í fyrra:
Héraðsdómari 2500kr á klst
Landsdómari 3000kr á klst
Alþjóðadómari 3500kr á klst
D. Yfirvinnuálag
Mikið álag er á dómurum HÍDÍ og telur félagið og FEIF að dómarar eigi ekki að dæma meira en 10 tíma á dag. Samþykkt var að tímalaun dómara umfram 10 klst á dag yrði tvöföld tímalaun.
Margt annað var rætt og hvetjum við dómara til að renna yfir fundargerð hérna.
Stjórn HÍDÍ vill þakka fyrir góðan og málefnalegan fund þó sérstaklega þeim sem komu langt að. Færðin var ekki sú besta...
Kveðja stjórn HÍDÍ