10.01.2019
1. Formaður setur fundinn
Halldór formaður félagsins setur fundinn og býður alla velkomna. Í salnum sitja 19 manns og boðið er uppá kaffi og með því.
2. Kosinn fundastjóri og fundarritari
Óskað er eftir fundarstjóra og fundarritara. Sigurður Kolbeinsson býður sig fram sem fundarstjóra og er það samþykkt. Gísli Geir býður sig fram sem fundarritara og það er einnig samþykkt.
3. Skýrsla stjórnar félagsins
Halldór fer yfir skýrslu stjórnar og leggur áherslu á:
- Nýjustu lögin sem voru samþykkt á síðasta ári
- Endurmenntun sem var haldin á Selfossi, Reykjavík og Akureyri.
- Farið var yfir launakjör dómara og kosti og galla yfirvinnu og mikilvægi þess að það sé ekki dæmt meira en 10 tíma á dag.
- Norðurlandamót 2018 sem var haldið á Margretarhofi í Svíþjóð.
- Stjórn HÍDÍ hefur verið óbreytt í töluvert mörg ár og hefur gengið vel að vinna saman.
- Siðareglur og mikilvægi þess að lesa þær yfir.
- Mánaðarlegir fagfundir hafa reynst einstaklega vel.
Ólöf fer yfir skýrslu stjórnar og nefnir sérstaklega að
- Borgað hafi verið fyrir 4 endurmenntunarnámskeið á árinu.
- Styrkir þrjú ár aftur í tímann voru greiddir.
- Fjárhagsleg staða félagsins er nokkuð góð eins og sjá má í sér viðhengi.
5. Umræður um skýrslu og reikninga og þeir bornir undir atkvæði.
- Engar umræður áttu sér stað um skýrslu stjórnar.
- Kosið var um reikninga og voru þeir samþykktir.
6. Lagðar fram tillögur.
- Engar tillögur bárust til stjórnar
7. Afgreiðsla tillagna
- Engar tillögur bárust til stjórnar
8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 9. gr.
Núverandi félagsgjöld eru 5000 kr og lagt er til að það sé óbreytt. Það er samþykkt.
9. Ákvörðun um laun og ferðakostnað dómara sbr.2. gr.
Farið var yfir reglur um ferðakostnað og þau laun sem dómarar eru með í dag:
Laun
Tímalaun dómara verði óbreytt frá því í fyrra:
Héraðsdómari 3000 kr. á klst.
Landsdómari 3500 kr. á klst.
Alþjóðadómari 4000 kr. á klst.
Útkall 20.000 kr. (Útkall er fyrir mót eða mótsdag sem er styttri er 4 tímar.)
Rætt var um útkalls reglur og ákveðið að halda þeim sem eru fyrir.
10. Kosning stjórnar og varamenn í stjórn sbr. 8.gr.
Kjósa þurfti til formanns og ritara stjórnar en tímabil gjaldkera rennur út á næsta aðalfundi.
Halldór bauð sig áfram fram til formanns stjórnar. Ekki bárust önnur framboð og var Halldór kjörinn til eins árs.
Gísli Geir gaf ekki kost á sér áfram sem ritari stjórnar en bauð sig fram sem varamaður í stjórn og var það samþykkt.
G. Snorri Ólason bauð sig fram í starf ritara stjórnar og var það samþykkt.
Sigurður Kolbeinsson bauð sig fram sem varamaður í stjórn og var það samþykkt.
Engin mótframboð bárust.
11.Önnur mál
Tilnefndir af stjórn í fræðslunefnd voru Svafar Magnússon og Sigurður Ævarsson.
Fræðslunefndin ber m.a. ábyrgð á mánaðarlegum fagfundum sem verða á árinu.
Rætt var um tölvumál og aðgengi dómara að tölvum við dómstörf, m.a. hver eigi að leggja til tölvu á mótum, dómari eða mótshaldari. Ákveðið var að stjórnin taki málið að sér og ræði við LH, stærstu hestamannafélögin og gæðingadómarafélagið um málið.
Jónsteinn tók til máls og kom með ábendingu um dómaraúthlutun. Hann telur að dómstörfum sé ekki dreift jafnt á milli dómara. Hann óskar eftir jafnari dreifingu bæði milli dómara og landshluta enda væri það að hans mati mikill kostur.
Rætt var um endurmenntun og kannanir sem þátttakendur taka og viðbrögð við því ef niðurstöður kannana eru ekki ásættanlegar.
Rætt var um fagfundi. Stefnt er að því að halda þá mánaðarlega á þriðjudögum í vetur.
12. Fundarslit
Ekki var fleira rætt og var fundi slitið. Formaður þakkaði Sigurði fyrir fundarstjórn og viðstöddum fyrir þátttökuna.