Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á hér á heimasíðu HÍDÍ og lhhestar.is.
Lög og reglugerðir um keppni á vegum LH 2011 - 1
2.8.4 Skipun dómara á mót
Mótshaldarar verða að sækja um gæðinga- og íþróttadómara til
Dómaranefndar LH sem vinnur málið í samstarfi við HÍDÍ/GDLH til að mótin séu
lögleg og fái skráningu í Sportfeng. Sækja skal um dómara fyrir 1.apríl ár
hvert. Bera dómaranefnd og dómarafélögin ábyrgð á að manna öll lögleg mót sem
haldin eru. Dómaranefnd og félögunum ber að vera í sambandi við mótshaldara og
ber dómurum að tilkynna forföll til dómaranefndar eftir reglum þar um.
Mótshaldarar sem heldur mót sem sett er á eftir 1. Apríl skulu setja sig
í samband við dómaranefnd LH og fá úthlutað dómurum.