Fyrirkomulagið verður mjög opið en hugmyndin er að dómarar, sem hafa spurningar um vafaatriði eða annað slíkt, beri saman bækur sínar og komist að niðurstöðu um hvernig er best að tækla þessi atriði.
Mikilvægt er að trúnaði sé gætt á þessum fundum en það má búast við að ræða þurfi viðkvæma hluti sem er ekki æskilegt að rætt sé annarstaðar. Ef niðurstaða fæst væri gott að taka hana niður og senda stjórn HÍDÍ til skráningar en þetta verður tekið saman og nýtt í framtíðar kynningarefni. Best væri að hafa samantekt ópersónubundna með góðri lýsingu og niðurstöðu. Ef vel tekst til verður þetta gert reglulega.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á þessum fundum,
Kv,
Stjórn HÍDÍ
Dæmi um vafaatriði sem var leyst á síðasta ári með svipuðu fyrirkomulagi.
-hversu hröð er góð ferð í gæðingaskeiði?
-hversu mikið á að mínusa ef hestur missir gangtegund.