
Þessa dagana er stjórnin að skrá mót ársins í umsóknakerfið okkar og vonumst við til að hægt verði að sækja um öll mót í byrjun árs og þ.a.l. úthluta aðeins fyrr en venjulega.
Skráningarkerfið er aðeins öðruvísi en fyrri ár en öll mót verða á einni síðu í staðinn fyrir flipa drifið eins og hefur verið.
Sjá nánar hér.
Eins og kynnt var á endurmenntun er verið að innleiða nýtt dómskerfi fyrir íþrótta og gæðingamót sem heiti sportfengur.com. Stjórn HÍDÍ hefur umsjón yfir að skrá dómara í kerfið og verður farið í þá vinnu í næstu viku. Aðgangsorð verður sent í tölvupósti.