HÍDÍ hefur tekið þá ákvörðun að styrkja þá dómara sem taka prófið um a.m.k. helming af námskeiðagjaldinu en gæti orðið meira ef dómari stenst prófið og fjölda dómara sem þreyta prófið.
Við munum núna á næstu dögum setja upp skráningarform hér á heimasíðunni (tilkynning verður einnig send í tölvupósti) þar sem dómari verður beðinn um að skrá sig ef hann ætlar í prófið. Hugmyndin er að það sé í síðasta lagi 10.ágúst þar sem síðasti skráningardagur fyrir prófið úti er 1.september og það þarf að greiða námskeiðagjaldið þá.
Fræðslunefnd mun síðan standa fyrir einhverskonar ,,upprifjunar"-kvöldi fyrir þessa aðila sem ætla í prófið svo að þeir mæti vel undirbúnir.
Kveðja
Stjórn og fræðslunefnd.