Nú höfum við lokið þeirri vinnu að fara yfir bóklegu, munnlegu og verklegu prófin. Ákveðið var að fella út gæðingaskeiðið úr verklega prófinu.
Við þökkum öllum nemendum sem mættu og þreyttu prófið kærlega fyrir samveruna þessa viku, þetta var mjög skemmtilegur hópur. Nemendur mega búast við að fá niðurstöður sínar sendar í tölvupósti seinnipartinn í dag, föstudag.
Þökkum kærlega fyrir biðlundina sem þið hafið sýnt okkur vegna yfirferðar prófanna.
Með kveðju,
Fræðlsunefnd og stjórnin.