Aðgangur er ókeypis fyrir dómara en aðrir áhugasamir aðilar eru einnig velkomnir á verklegu sýnikennsluna í Reiðhöllinni gegn 2,000 kr gjaldi.
Að þessu sinni verður breskur hestamaður og reiðkennari, Peter De Cosemo, með fyrirlesturinn og sýnikennsluna. Peter er reynslubolti í klassískri reiðmennsku og hefur áratugum saman stundað reiðkennslu út um allan heim. Hann á að baki farsælan keppnisferil í dressage og hefur unnið með knöpum á heimsmælikvarða eins og t.d. Jane og Christopher Bartle, en þau þrjú ráku saman reiðskóla í mörg ár í Englandi. Fyrirlesturinn og sýnikennslan verður á ensku, en báðir atburðirnir verða túlkaðir á íslensku.
Dagskrá er eftirfarandi:
18.00 Fyrirlestur í Harðarbóli, einungis fyrir dómara.
19.30 Súpa fyrir dómara í boði HÍDI.
20.00 Sýnikennsla í Reiðhöllinni.
Vonumst til að sjá sem flesta. SKRÁNING HÉR
Stjórn HÍDI.