
Hér er Grein 7.7.1 úr nýju reglupakkanum:
7.7.1 Keppendur í yngri flokkum
Keppnin fer fram í fjórum aldursflokkum, flokki polla, barna, unglinga og ungmenna. Aldur keppenda miðast við almanaksárið, þannig að í pollaflokki eru þeir sem 9 ára og yngri, barnaflokki eru þeir sem verða 10-13 ára á keppnisárinu, í unglingaflokki sem verða 17 ára á keppnisárinu og í ungmennaflokki sem verða 21 árs á keppnisárinu. Aldurstakmörk fyrir barnaflokk eru bindandi, þ.e. þótt ekki sé boðið upp á pollaflokk mega yngri knapar ekki keppa í barnaflokki. Ekki er keppt í pollaflokki á Landsmóti.
Hér má sjá tilkynningu Stjórnar LH
Skoða má allar breytingar frá síðasta landsþingi undir flýtileiðum