Seinna endurmenntunarnámskeið á Sauðárkróki 3.mars kl.11:00-16:00
Opið fræðslukvöld (fyrir dómara, mótshaldara o.s.frv.) ** miðjan apríl 2013
Nýdómaranámskeið lok apríl / byrjun maí
Haustfundur / lokahóf október
** Fyrirhugað er að halda opið fræðslukvöld um miðjan apríl.
Hugmyndin er sú að hafa fyrirlestur um notkun stanga, kynningu á keppnisflokkum FIPO, kynningu á nýjum reglum og leiðara sem birtast 1.apríl 2013. Einnig var hugmynd um að hafa kynningu á töltfimi - hvernig hún skal riðin og dæmd.
Ef þið dómarar hafið einhverjar góðar hugmyndir að efnistökum á svona opið fræðslukvöld þá má endilega senda okkur línu á hididomarar@gmail.com !!!!