
Vegna dræmrar skráningar hefur Bikarkeppni LH verið aflýst. LH þakkar þeim sem skráðu sig auðsýndan áhuga og framtakssemi. Bikarkeppni LH kemst án efa á laggirnar á næsta ári og biðjum við þá áhugasama að sýna áhuga sinn í verki og vera með.
Þeir þátttakendur sem höfðu skráð sig fá að sjálfsögðu skráningargjöld sín endurgreidd og þurfa einungis að hafa samband við skrifstofu LH í síma 514-4030 eða senda tölvupóst á netfangið hilda@landsmot.is.
Stjórn LH