Eins og sjá má kom þetta mjög vel út - 47 dómarar hlutu einkunina 9,0 eða hærra.
Þeim tilmælum er bent til þeirra dómara sem voru í skalanum undir 8,0 um að glugga aðeins betur í lög og reglur :-)
Þetta próf var einungis fyrir ykkur dómarar til að sjá hvar þið stæðuð og hvað má bæta.
Stjórn og fræðslunefnd vilja koma á framfæri þökkum til allra dómara sem mættu á endurmenntunarnámskeiðin og sérstakar þakkir fyrir öll hrósin í okkar garð varðandi skipulagningu og uppsetningu námskeiðs, það hvetur okkur áfram og gefur okkur þau skilaboð að við séum á réttri leið í auknum metnaði og utanumhaldi á dómurunum okkar.
Hægt er að nálgast glærur námskeiðsins hér
Næst á dagskrá verður opið fræðslukvöld í apríl og nýdómaranámskeið í lok apríl/byrjun maí.
Bestu kveðjur,
Stjórn og fræðslunefnd