Það vita það kannski ekki allir en hægt er að fá endurgreitt frá sumum stéttarfélögum úr starfsmenntasjóði vegna upprifjunarnámskeiðs. Sem dæmi þeir sem eru virkir félagar hjá VR (sambærilegir sjóðir eru Starfsafl og Landsmennt) - geta fengið allt að helming endurgreiddan.
Haft var samband við Ástríði hjá VR og tjáði hún okkur það að kvittanirnar verða teknar gildar í ár en á næsta ári þarf HÍDÍ að gefa út reikningskvittun fyrir námskeiðunum og munum við gera það.
Ef þið viljið hafa samband við Ástríði þá er það hægt í síma 510-1754 ef það eru nánari spurningar.