Farið var yfir verkefni síðasta árs og hvað má búast við á því næsta.
Halldór Victorsson var endurkjörinn sem formaður og Gísli Geir Gylfason var endurkjörinn sem ritari.
Einnig voru þeir Snorri Ólason og Sigurður Kolbeinsson endurkjörnir í varanefnd.
Skýrsla og reikningar samþykktir auk þess voru laun hækkuð um 500 krónur á tímann og útkall sett í 20.000 kr.
Síðasti liður var orðið frjálst og tóku þá nokkrir til máls og fannst núverandi fyrirkomulag varðandi endurmenntun mjög góð. Mikil ánægja var með heimakönnunina þar sem dómarar dæma sýningar heima og ræða síðan málið á endurmenntun.
Stjórn tilkynnti að fyrirhugað er að vera með mánaðarlega fundi á þessu ári þar sem dómarar geta mætt og farið yfir það sem þeim finnst mætti betur fara eða bera vafaatriði undir aðra dómara.
Restin af fundinum fór í að ræða alþjóðlegt dómara próf sem fór fram í Fáki en mismunandi skoðanir eru á framkvæmd þess.
Kv,
Stjórn HÍDÍ