Nú þurfa notendur að sækja nýja útgáfu af GagnaKappa, ekki er lengur hægt að sækja mót né senda með eldri útgáfu. Sækið nýja útgáfu á þessari slóð: http://www.gladur.is/Kappi18/GagnaKappi.exe og vistið í þeirri möppu á tölvunni sem geymir forritin Kappa og GagnaKappa, yfirleitt c:kappi eða c:Program fileskappi.
Þann 28. apríl 2011 kom út ný útgáfa af Kappa, útgáfa 1.8. Nauðsynlegt er að allir notendur noti ávallt nýjustu útgáfuna.
Ef Kappi hefur áður verið uppsettur á þeirri tölvu sem nota á þá þarf ekki að setja Interbase upp aftur, nóg er að sækja beint Kappa uppsetninguna. Hafi þessi forrit hinsvegar ekki verið áður á tölvunni þarf að setja fyrst upp Interbase og síðan Kappa.
Áríðandi athugasemd um stýrikerfi:
Það á alltaf að vera hægt að setja forritin upp á tölvur með Windows XP stýrikerfi en ef um nýrri stýrikerfi er að ræða (Windows Vista eða Windows 7) gildir að eingöngu er hægt að setja hugbúnaðinn upp á 32 bita stýrikerfi, en ekki á 64 bita. Til að sjá hvort stýrikerfið er 32 eða 64 bita er best að hægri smella á „My computer,“ eða „Computer“ og velja„Properties.“ Þá opnast gluggi þar sem m.a. stendur „System type: 32-bit Operating System“ eða „System type: 64-bit Operating System.“Tölvur sem eru með 64 bita stýrikerfi er því miður ekki hægt að nota til að keyra Kappa!
Leiðbeiningar um uppsetningu fyrir Windows XP.
Leiðbeiningar um uppsetningu fyrir Windows Vista og fyrir Windows 7
Interbase er sóttur hér.
Kappi 1.8 og Gagnakappi eru sóttir hér.
Vista þarf zip skrána einhversstaðar á tölvu, pakka henni upp (unzip), velja að vista skrárnar þar sem notndi vill og ræsa svo skrána setup.exe. Þar á eftir gilda áður útgefnar leiðbeiningar um uppsetningu (sjá hér ofar).
Handbók Kappa 1.7 fylgir með Kappa 1.8 en einnig er hægt að sækja hana hér og á forsíðu SportFengs.
Slóðin á Sportfeng er: http://www.sportfengur.com/