
Hér er lauslega tekið saman helstu breytingar.
1. Frávísun í skeiðkappreiðum
Bætt hefur verið við grein 6.5 um að sé hrossi vísað úr keppni er því vísað úr keppni í heild og er óheimilt að taka þátt í seinni sprett.
2. Halli á keppnisvöllum
Búið er að taka út skilyrði um halla í beygjum á 250 og 200 metra keppnisvöllum.
Lagt er til að núverandi völlum sé breitt eins fljótt og auðið er.
3. Ný keppnisgrein sem er auðveldari í staðin fyrir PP2.
Hér er verið að búa til keppnisgrein sem er svipuð og gæðingaskeið(PP1) en fyrir minna vana keppendur.
4. Teygjur leyfilegar í faxi
Leyfilegt er að ríða með teygjur í faxi
5. Ungmenni á HM keppa í sérflokki og með sér A-úrslita
Hægt er að nálgast enska útgáfu af skjalinu á hidi.is eða feif.org.
kveðja,
Fræðslunefnd