Námskeiðin eru tvö, eitt fyrir sunnan þann 13.febrúar kl.17:00 í Reiðhöllinni Víðidal og stendur til kl.22:00. Kvöldverður verður í boði fyrir þátttakendur.
Seinna námskeiðið verður haldið fyrir norðan í Svaðastaðareiðhöllinni á Sauðárkróki sunnudaginn 3.mars kl.11:00-16:00 - Léttur hádegisverður í boði fyrir þátttakendur.
Benda skal á að skrá þarf þátttöku sem fyrst eða eigi síðar en 2 dögum fyrir námskeiðið sem viðkomandi ætlar að mæta á.
Minnum ykkur svo á að mæta með reglur og leiðar og skriffæri !
kveðja
Stjórn og fræðslunefnd