Breytingar á framkvæmd WR móta sem taka gildi 2014:
Eftirfarandi breytingar taka gildi 2014:
1. Fjöldi alþjóðlegra dómara á WR mótum verður fjölgað úr 2 í 3 þar sem a.m.k. einn hefur búsetu sína í öðru landi.
2. Hámark 10 klst vinnudagur þar með er talið hádegismatur og stutt hlé á a.m.k. 2 klst fresti ásamt öðrum hléum.
3. Fóta- og ástandsskoðun hesta á að fara fram á öllum hestum sem keppa í úrslitum ásamt að lágmarki 25% af hestum í forkeppni. Hægt er að nálgast eyðublöð varðandi þetta inn á heimasíðu FEIF – www.feif.org
4. Nú verður eingöngu leyfilegt að nota 250 m völl í fimmgangsgreinum (ekki 300 m og P-vellir) til að árangur í t.d. F1/F2 verði sambærilegri á milli móta.
5. Þegar WR mót eru alþjóðlegur viðburður og áhorfendur og a.m.k. einn dómari eru frá öðrum löndum er þul skylt að tala ensku, eða a.m.k. á tungumáli sem allir dómarar og helst áhorfendur og knapar líka skilja.