Um innanhússmót gilda eftirfarandi reglur.
Almennt gilda sömu reglur og utanhúss með eftirfarandi undantekningum.
Sérstaklega skal minnt á skil á mótsskýrslu til að árangur skráist í Mótafeng og
þar með inn í Worldfeng.
Þegar riðið er inn á völl á innanhússmótum er leyfilegt að leyfa lengri leið
áður en keppni hefst, eftir því sem aðstæður leyfa.
Einkunnir úr innanhússmótum gilda ekki sem árangur til keppni utanhúss. Þær
gilda því ekki sem lágmarkseinkunn til þátttöku í tölti á Landsmóti, ekki til
þátttöku á Íslandsmóti né sem lágmarkseinkunn til þátttöku í meistaraflokki.
Að öðru leyti gilda allar almennar keppnisreglur sbr lagagrein um innanhússmót.