Við verðum að vera búin að skila inn tilnefningum í þessar stöður í síðasta lagi 22.september 2012 til LH. Skrifstofa FEIF mun síðan fara yfir tilnefningarnar og velja yfirdómara og aðstoðaryfirdómara og tilkynna það strax í lok september.
Hins vegar mun tilkynning um hvaða dómarar munu dæma mótið koma síðar.
Við hjá stjórn HÍDÍ þurfum einnig að tilnefna dómara fyrir Íslands hönd á mótið.
Því biðlum við til ykkar Íslensku FEIF alþjóðadómara um að senda inn umsókn á heimasíðu HÍDÍ ef þið hefðuð áhuga á að fara til Berlín fyrir okkar hönd sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk,
Stjórn HÍDÍ