Á síðasta aðalfundi kom fram sú hugmynd að bjóða upp á einkennisfatnað fyrir okkur. Við fórum því á stúfana og fengum flott tilboð í úlpur frá 66°norður. Úlpurnar verða merktar HÍDÍ og henta einstaklega vel í dómstörf, léttar og góðar – í boði er kvk og kk snið. Tilboðið hljóðar upp á 29.900 kr. m. vsk
Hér eru linkar inn á úlpurnar: Hekla kvk og Hekla kk Þeir sem að hafa áhuga á að eignast úlpu geta skráð stærðina sína hér: docs.google.com/spreadsheets/d/11oRGuV2ozqvdI8Gyv-PSCyERxnLq9i62FOcUTrS5yog/edit?usp=sharing Hægt er að máta úlpurnar í 66° í Miðhrauni 11 í Garðabæ og Skipagötu á Akureyri Greiðsluupplýsingar koma fljótlega. Hér eru dagsetningar fyrir endurmenntunina okkar og aðalfundinn í ár: 17. janúar - Suðurland - Hótel Selfoss - Kl: 18:00 18. janúar - Reykjavík - Guðmundarstofa - Kl: 18:00 22. janúar - Guðmundarstofa og teams - kl:20:00 27. janúar - Sauðárkrókur - kl:10:00 27. janúar - Akureyri - kl: 14:00
Aðalfundur HÍDÍ verður haldin mánudaginn 22. janúar kl. 20:00 í Guðmundarstofu og á Teams.
Tillögur um lagabreytingar þarf að senda á netfangið [email protected], eigi síðar en 7. dögum fyrir aðalfund. (skv. 7. gr. laga HIDI). Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi: 1. Formaður setur fundinn 2. Kosinn fundastjóri og fundarritari 3. Skýrsla stjórnar félagsins 4. Lagðir fram reikningar félagsins 5. Umræður um skýrslu og reikninga og þeir bornir undir atkvæði. 6. Lagðar fram tillögur 7. Afgreiðsla tillagna 8. Ákvörðun félagsgjalda sbr. 9gr. 9. Ákvörðun laun og ferðakostnað dómara sbr. 2gr. 10.Kosning stjórnar og varamenn í stjórn sbr. 8.gr. 11.Önnur mál 12.Fundarslit Kjósa þarf um formann, tvo stjórnarmenn og tvo varamann í stjórn. Kveðja Stjórnin. |
Reglur á íslensku
|